Fara í efni
Menning

Mysingur í dag í mjólkurportinu

Annar Mysingur sumarsins fer fram í dag, laugardag, í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri og hefst kl. 17.00. Þá koma fram REA og The Cult Of One. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa veitingar frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Listasumri og unnin í samstarfi Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.

REA er tónlistarkona frá Sviss sem semur og spilar tilraunakennda popp- og listatónlist. The Cult Of One er eins manns hljómsveit Henriks Björnssonar sem hefur gert það gott með Singapore Sling og Dead Skeletons. Henrik spilar kraftmikið bílskúrsrokk með rafgítar og trommuheila.