Fara í efni
Mannlíf

Mýrisnípa – þekktur sem hrossagaukur

Skógar á Íslandi eru af mörgum stærðum og gerðum og lífríki þeirra er fjölbreytt. Mismunandi skógar fóstra mismunandi líf og þar með mismunandi fugla. 

Meðal þeirra fugla sem finna má í íslenskum skógum eru þrjár tegundir sem tilheyra svokölluðum snípum. Einn af þessum fuglum á sér nafnið mýrisnípa en hann er miklu betur þekktur undir nafninu hrossagaukur.

Í pistli dagsins, í röðinni Tré vikunnar, fjallar Sigurður Arnarson um þennan skógarfugl, svo og um náskylda ættingja hans. Annar þeirra, dvergsnípan, er gjarnan vetrargestur á landinu en hinn, skógarsnípa, telst nú til íslenskra varpfugla. Þökk sé skógum landsins.

Meira hér: Snípur í skógi