Fara í efni
Mannlíf

Myndrænn miðbær með hjartað á réttum stað

Þessi ferðamaður pósaði fáklæddur við hjartað góða, enda alltaf gott veður á Akureyri. Hann kallar sig cuteboysjourney á Instagram.

Rauða hjartað við suðurenda göngugötunnar á Akureyri hefur heldur betur slegið í gegn hjá ferðamönnum sem heimsækja bæinn. Oft er röð af fólki sem bíður eftir að fá að mynda sig við hjartað. 

Fjölbreyttar myndatökur við hjartað

Hjartanu var komið fyrir sumarið 2020 en það voru Miðbæjarsamtökin sem stóðu að uppsetningunni í samstarfi við Akureyrarbæ. Hugmyndin með verkinu var sú að fólk staldraði við og smellti af mynd við hjartað og deildi myndinni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #loveakureyri. Myndirnar sem fólk smellir af við hjartað eru eins ólíkar og þær eru margar en gaman er að sjá hversu hugmyndaríkt fólk er varðandi uppstillingar við hjartað góða. Akureyri. net birtir hér nokkarar myndir sem deilt hefur verið á Instagram en myndirnar sýna hversu fjölbreytilega má stilla sér upp við listaverkið.

Hjarta í hjarta. Skemmtileg uppstilling þetta. 

 

Það má alveg klifra í hjartanu til að ná góðri mynd!

 

Hér er ein klassísk kossamynd en mörgum pörum finnst ekki annað koma til greina en smella í einn koss við hjartað. 

 

Það eru ekki bara ferðamenn sem mynda sig við hjartað, margir heimamenn sem leið eiga um miðbæinn geta ekki heldur stillt sig um að smella af. 

 

Gæludýr myndast líka vel við hjartað! 

Hjartaknús!