Fréttir
Bærinn speglast í sléttum Pollinum – MYNDIR
11.03.2025 kl. 16:00

Spegilsléttur Pollurinn og bærinn stendur á haus. Myndir: Rakel Hinriksdóttir
Fallegt veður er í Eyjafirðinum í dag, heiðskírt að mestu og hreyfir varla strá. Blaðamaður fór á röltið með myndavélina og nýtti sér spegilsléttan Pollinn til þess að taka myndir af Akureyri í tvíriti.