Munkur í lótusstöðu hummandi „óóóómm“?
Þegar fólk heyrir orðið „núvitund“ sjá margir fyrir sér munk sitjandi í lótusstöðu á fjallstindi í Tíbet hummandi „óóóómmmmm“. Þetta er ein birtingarmynd núvitundar, en fyrir flesta er raunveruleikinn nokkuð annar. Sá raunveruleiki er aðgengilegri en margir halda og byggður á vísindalegum rannsóknum.
Haukar Pálmason tónlistarmaður og tölvunarfræðingur skrifaði á sínum tíma nokkra pistla fyrir Akureyri.net um jákvæða sálfræði. Nú mun hann skrifa nokkra um núvitund, málsgreinin að ofan er sú fyrsta í fyrsta pistli sem birtist í dag.
Á undanförnum áratugum hefur átt sér stað mikil núvitundarvakning á Vesturlöndum. Sjúkrahús bjóða upp á hugleiðslur og jógatíma, námskeið í núvitund gegn streitu eru algeng, sálfræðingar nota hugmyndafræði núvitundar í auknum mæli gegn þunglyndi og kvíðaröskun, núvitund er kennd í lagadeildum háskóla eins og Yale og Harward, og í stórum lögfræðiskrifstofum sem og tæknifyrirtækjum.
Fyrsti pistill Hauks: Hér og nú – Frá augnabliki til augnabliks