Fara í efni
Fréttir

Mjög mikilvægt að draga úr notkun svefnlyfja

Íslendingar notuðu sex sinnum meira af algengustu svefnlyfjum en Danir árið 2020. Sama ár fengu 10,4% þjóðarinnar lyfseðil fyrir þessi lyf. Þetta segir Drífa Sigfúsdóttir, varaformaður Landssambands eldri borgara, í grein sem birtist á Akureyri.net um helgina.

Lyfin hætta að virka eftir fjórar vikur, segir Drífa „en það eru margar slæmar afleiðingar við að taka þau inn. Eldra fólk eru helstu notendur þessara lyfja og því er mikilvægt að ná til þeirra til að vekja athygli á afleiðingum á þessari notkun,“ segir hún.

Landssambands eldri borgara og fleiri, undir forystu Önnu Birnu Almarsdóttur prófessors, vinna nú að átakinu Sofðuvel til að draga úr notkun svefnlyfja hjá eldra fólki.

Þýddir hafa verið tveir bæklingar „með mikilvægum upplýsingum um svefnlyf og betri leiðir til að ná góðum svefni. Slíkir bæklingar hafa hjálpað eldri einstaklingum víðsvegar í Kanada að bæta svefn sinn án þess að þurfa að nota svefnlyf. Þegar bæklingarnir voru sendir í pósti í Kanada til eldri borgara sem notuðu svefnlyf, voru 46% sem annað hvort hættu alveg að minnkuðu verulega notkun svefnlyfja,“ segir Drífa og hvetur fólk til að ná sér í ókeypis eintök af bæklingunum sem liggja nú frammi víða á heilsugæslum og í lyfjaverslunum. 

„Þeir sem taka inn svefnlyf draga úr hæfni sinni við að hugsa hratt, slæva minnið og geta þeirratil að taka ákvarðanir minnkar. Til að viðhalda minni og draga úr heilabilun er nauðsynlegt að hætta notkun svefnlyfja.“

Grein Drífu: Hættuleg ofnotkun svefnlyfja