Fara í efni
Mannlíf

„Minn bíll er stærri en þinn“ – „Arsenal er best“

Facebook aðgangi Ólafs Þórs Ævarssonar var skyndilega lokað án skýringa eftir að hann hafði í tvö ár verið iðinn að skrifa þar um geðheilbrigðismál og forvarnir „og reynt að gefa fólki innsýn í starf og fagheim geðlæknisins.“
 
Þegar Ólafur hafði komist yfir samsæriskenningar og farinn að jafna sig aðeins yfir „þessari miskunnarlausu höfnun stofnaði ég nýjan reikning til þess að reyna að endurheimta gömul vinatengsl.“
 
Brösuglega gekk að fá gamla og trygga vini til að samþykkja vinabeiðnir á nýja Facebook reikningnum. „Já, höfnunin er beitt vopn að verða fyrir og það svíður. Ætli almættið hafi ekki hugsað sér, þegar það smíðaði þessa kennd í okkur, að þetta gæti verið gott verkfæri til að lækka í okkur rostann af og til.“
 
Hann gafst þó ekki upp og beitti nýrri aðferð, segir Ólafur og tekur dæmi:
 
„Körlunum sendi ég einföld skilaboð með mynd af bílnum mínum og texta sem sagði: Minn bíll er stærri en þinn. Eða Arsenal er best. Og þeir svöruðu auðvitað strax með metingi.“
 
Pistill Ólafs Þórs: Tengslaröskun geðlæknisins