Fréttir
Mikill ójöfnuður ríkir í geðheilbrigðisþjónustu
26.10.2024 kl. 09:09
„Má ég biðja þig að kynna þér vel þann ójöfnuð sem ríkir í geðheilbrigðisþjónustu á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar,“ skrifar Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í upphafi pistils sem Akureyri.net birti í morgun. Þar ávarpar Ólafur Þór þá sem hugleiða að bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum fyrir Norðurlandskjördæmin.
Hann heldur áfram: „Þetta er stærra mál en bara það að Norðlendingar hafi lakari tilboð um þjónustu því vegna þessa glatast einnig dýrmæt tækifæri til forvarna og hagræðingar (lesist: sparnaðar) og til að bæta lífsgæði og öryggi. Fullyrða má að þetta eru atriði sem hafi rík áhrif á byggðastefnu og búsetu í okkar litla landi.“
Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs