Mikill launamunur í vinnuskólum landsins
Um 500 ungmenni störfuðu í Vinnuskóla Akureyrarbæjar í fyrra. Búist er við álíka fjölda í ár en allir sem sækja um starf fá vinnu.
Að sögn Orra Stefánssonar, verkefnastjóra hjá Akureyrarbæ, þá skila 14 ára ungmenni, þ.e.a.s. yngsti aldursflokkurinn sem stendur starf til boða, sér afar vel inn í Vinnuskóla Akureyrarbæjar. Segir hann að 90% af árganginum farir yfirleitt í vinnuskólann enda oft ekki svo mikið annað að hafa fyrir þau. „Um leið og atvinnuástandið batnar þá fækkar hjá okkur í aldursflokknum 16-17 ára, enda þá fleiri atvinnutækifæri í boði fyrir þennan hóp,“ segir Orri.
Mikil ásókn í vinnuskólann í Covid
Orri segir að í Covid hafi ásóknin í Vinnuskólann verið mjög mikil enda minna af störfum í boði í veitinga- og þjónustugeiranum. Í ár býst hann við að um 500 ungmenni starfi í Vinnuskólanum. Segir hann yngstu hópana vinna mikilvægt starf við almenna umhirðu á bænum og ef þeirra starfskrafta nyti ekki við myndi það fljótt sjást á bænum. Umsóknarfrestur um starf í Vinnuskóla Akureyrarbæjar er til 25. maí en laun miðast við hlutfall af launaflokki 117 í kjarasamningi Einingar-Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Næg vinna í Svalbarðsstrandarhreppi
Athygli vekur hversu ólík launin og vinnustundirnar eru á milli sveitarfélaga. Á Akureyri er tímakaup 14 ára ungmenna 798 kr., án orlofs, sem er nokkru lægra en í þeim nágrannasveitarfélögunum þar sem launataxtar lágu fyrir í (fjögur sveitarfélög af sjö við Eyjafjörð voru tilbúin með launataxta sumarsins þegar Akureyri.net gerði samanburðinn).
Í Fjallabyggð er tímakaupið fyrir þennan aldurshóp 931 kr., í Dalvíkurbyggð 1036 kr. og í Svalbarðsstrandarhreppi er tímakaupið 1064 kr. Á Akureyri geta 14 ára ungmenni unnið í samtals 105 vinnustundir, í Fjallabyggð fá ungmenni á sama aldri að vinna 140 vinnustundir og í Dalvíkurbyggð fær þessi aldurshópur 258 vinnustundir. Mesta vinnu er þó að hafa í Svalbarðsstrandarhreppi en þar geta 14 ára unglingar unnið 320 stundir. Ef fleiri sveitarfélög eru skoðuð þá eru t.d 35 klukkustundir í boði fyrir þennan aldurshóp á Akranesi, í Hafnarfriði eru tímarnir 81, í Kópavogi 71,5 og Fjarðabyggð 104 klst.
Launahækkun hjá Dalvíkurbyggð
Ef 16 ára aldurshópurinn er borinn saman hjá þessum fjórum sveitarfélögum við Eyjafjörð, þá eru tímalaunin á Akureyri 1330 kr., 1596 kr. í Fjallabyggð, 1729 kr. hjá Svalbarðsstrandarhreppi og 1928 krónur hjá Dalvíkurbyggð. Sextán ára akureyskir unglingar fá sem sagt 598 krónum minna í laun en dalvískir. Þess má geta að taxtinn í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar hækkaði nýlega um 26% hjá 14 og 15 ára og 36% hjá 10. bekk.
Þó Akureyrarbær sé að greiða lægstu launin af nágrannasveitarfélögunum við Eyjafjörð, miðað við þær tölur sem lágu fyrir þegar þessi samanburður var gerður, þá er tímakaupið á Akureyri alls ekki það lægsta á landinu. Kópavogsbær er t.d. að greiða 14 ára unglingum 734 kr. á tímann. Þá er Hafnarfjarðarbær með nákvæmlega sömu launatölur og Akureyrarbær fyrir 14-16 ára. Þá er áhugavert að sjöundu bekkingum er sums staðar boðið starf hjá vinnuskólanum t.d. hjá Húnaþingi Vestra og hjá Svalbarðstrandarhreppi.
Launatöflur 10 sveitarfélaga
Hér fyrir neðan má sjá launatöflur vinnuskóla í 10 sveitarfélögum. Ath: orlof leggst ofan á allar þessar tölur, nema hjá Akranesi, Árborg og Húnaþingi vestra, þar er orlof inni í uppgefinni launatölu hjá yngsta aldurshópnum.
Akureyri
- 14 ára (2009) 798 kr. (Heildarvinnustundir 105)
- 15 ára (2008) 1064 kr. (Heildarvinnustundir 120)
- 16 ára (2007) 1330 kr. (Heildarvinnustundir 140)
- 17 ára (2006) 2288 kr. (Heildarvinnustundir 175)
Svalbarðsstrandarhreppur
- 13 ára (2010) 732 kr. (Heildarvinnustundir 80)
- 14 ára (2009) 1064 kr. (Heildarvinnustundir 320)
- 15 ára (2008) 1397 kr (Heildarvinnustundir 320)
- 16 ára (2007) 1729 kr (Heildarvinnustundir 320)
- 17 ára (2006) 86% af Lfl.117 í kjarasamningi Einingar-Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga (Heildarvinnustundir 320+)
Dalvíkurbyggð
- 14 ára (2009) 1036 kr. (Heildarvinnustundir 258)
- 15 ára (2008) 1200 kr. (Heildarvinnustundir 344)
- 16 ára (2007) 1928 kr (Heildarvinnustundir 344)
Fjallabyggð
- 14 ára (2009) 931 (Heildarvinnustundir 140)
- 15 ára (2008) 1064 (Heildarvinnustundir 252)
- 16 ára (2007) 1596 (Heildarvinnustundir 308)
- 17 ára(2006) 2181 (Heildarvinnustundir 308-348)
Akranes
- 14 ára (2009) 811kr. orlof innifalið (Heildarvinnustundir 35)
- 15 ára (2008) 919 kr. orlof innifalið (Heildarvinnustundir 140)
- 16 ára (2007) 1217 kr.orlof innifalið (Heildarvinnustundir 210)
- 17 ára (2006) 2181 kr. (Heildarvinnustundir 280)
Hafnarfjörður
- 14 ára (2009) 798 kr. (Heildarvinnustundir 81)
- 15 ára (2008) 1064 kr. (Heildarvinnustundir 105)
- 16 ára (2007) 1330 kr. (Heildarvinnustundir 135)
- 17 ára (2006) 2181 kr. (Heildarvinnustundir 220)
Kópavogur
- 14 ára ( 2009) 734 kr. ( Heildarvinnustundir 71,5)
- 15 ára (2008) 978 kr. (Heildarvinnustundir 117)
- 16 ára (2007) 1.223 kr. (Heildarvinnustundir 143)
- 17 ára (2006) 2.445 kr. (Heildarvinnustundir 169)
Húnaþing vestra
- 13 ára (2010) 718 kr. rlof innifalið (Heildarvinnustundir 70)
- 14 ára (2009) 798 kr. orlof innifalið (Heildarvinnustundir 147.5)
- 15 ára (2008) 1064 kr. orlof innifalið (Heildarvinnustundir 177)
- 16 ára (2007) 1729 kr. (Heildarvinnustundir 206,5)
- 17 ára (2006) 1995 kr. (Heildarvinnustundir 336)
- Árborg
15 ára (2008) 978 kr. orlof innifalið (Heildarvinnustundir 182) - 16 ára (2007) 1.222 kr. orlof innifalið (Heildarvinnustundir 203)
Fjarðabyggð
- 14 ára (2009) 1064 kr. (Heildarvinnustundir 100)
- 15 ára (2008) 1330 kr.(Heildarvinnustundir 120)
- 16 ára (2007) 2660 kr. (Heildarvinnustundir 320)
- 17 ára (2006) 2660 kr. (Heildarvinnustundir 440)