Menningarvikan: Oz, Hugsýnir, SúEllen ...

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Myndlistarsýningar
Listasafnið
- Fjölskylduleiðsögn og listasmiðja - Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi safnsins, segir frá Sköpun bernskunnar 2025. Sunnudagurinn 16. mars kl. 11.00.
Deiglan
- Hugsýnir - Opnun málverkasýningar Sigurðar Péturs Högnasonar. Föstudaginn 14. mars kl. 16.00.
Læknastofur Akureyrar, Glerártorgi
- Milli draums og veruleika - Opnun málverkasýningar Pálínu Guðmundsdóttur. Fimmtudaginn 13. mars kl. 16.00.
Tvær málverkasýningar verða opnaðar í vikunni. T.v. Hugsýnir e. Sigurð Pétur Högnason. T.h. Milli draums og veruleika e. Pálínu Guðmundsdóttur.
Tónleikar
- SúEllen spilar á Græna hattinum - Föstudaginn 14. mars kl. 21.00.
- Ensími spilar á Græna hattinum - Laugardaginn 15. mars kl 21.00
- ABBA tónleikasýning - Hof, Hamraborg, Laugardaginn 15. mars kl. 21.00.
Leiksýningar
- LMA frumsýnir Galdrakarlinn í OZ - Föstudaginn 14. mars kl 20.00 - Hamraborg, Hofi. Einnig sýningar sunnudaginn 16.mars kl. 13 og 17.
- Land míns föður, Freyvangi - Föstudaginn 14. mars kl. 20.00, laugardaginn 15. mars kl. 20.00 og sunnudaginn 16. mars kl 15.00.
- Epli og eikur, Leikfélag Hörgdæla á Melum - Föstudaginn 14. mars kl. 20.00 og laugardaginn 15. mars kl. 20.00.
Áhugaleikfélögin eru í óða önn að sýna verkin sín. T.v. Land míns föður hjá Freyvangi. T.h. Epli og Eikur hjá Leikfélagi Hörgdæla
Aðrir viðburðir
Opið hljóðnemakvöld í Svörtum Bókum
Ren og Stu í Svörtum bókum gera sitt til þess að skapa rými fyrir skapandi íbúa bæjarins, en þeir ætla að hafa opin kvöld í verslun sinni með reglulegu millibili. Þetta verður annað skiptið á þessu ári sem þeir bjóða heim. Öll eru velkomin til þess að stíga upp og lesa ljóð, segja sögu, spila lag eða segja brandara. Hvað sem er. Þeir taka þó fram að það þurfi að koma með eigin hljóðfæri.
Tónaflakk - fræðsluerindi Tónlistarmiðstöðvar á Akureyri
Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við SSNE og Tónlistarskólann á Akureyri, stendur fyrir fræðsluviðburði á Akureyritil að kynna starfsemi sína og þá þjónustu og stuðning sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.