Mannlíf
Marengs í metravís allan ársins hring
03.02.2025 kl. 11:30
Það þurfti marengs í metravís. Allan ársins hring. Langborðin á enda. En öðruvísi voru veislur ekki haldnar fyrir botni Eyjafjarðar upp úr miðri tuttugustu öldinni þegar kaupfélögin voru allt í einu orðin uppfull af kolvetnaríkum aðföngum.
Þannig hefst 65. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
En þetta var lífið. Hæfilega stökkur botninn af bökuðum eggjahvítum í sykruðu samlífi við sætan rjóma – og þar með gátu fjarskyldustu ættingjar farið að tala saman í sæmilega stórri íbúð á Syðri-Brekkunni.
Pistill dagsins: Marengs