Mannlíf
„Mamma, á ég að borga kallinum?“
07.02.2025 kl. 10:00
![](/static/news/lg/opo-7-2-25.jpg)
„Mamma, á ég að borga kallinum þarna?“ spurði blessað barnið og horfði fyrst á móður sína og síðan á mig, bláókunnugan manninn.
Þannig hefst Orrablót dagsins þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri.
Mér brá aðeins, svo ég sé alveg heiðarlegur, enda stóð ég einn bak við búðarborðið í sportvörudeild KEA þennan bjarta sumardag. Barnið gat því ekki átt við neinn annan kall. Það var ákveðinn skellur, verð ég að segja, enda var ég ekki nema nýorðinn 17 ára.
- Orrablót dagsins: „Mamma, á ég að borga kallinum?“