Fara í efni
Menning

Málfundur á Sal veturinn 1908 til 1909

GAMLI SKÓLI – 7

  • Í þessum mánuði eru 120 ár síðan hið gamla, glæsilega skólahús Menntaskólans á Akureyri var tekið í notkun. Akureyri.net birtir af því tilefni einn kafla á dag út mánuðinn úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri.

Myndin er tekin af málfundi á Sal veturinn 1908 til 1909. Magnús Björnsson frá Syðra-Lóni talar. Málfundir voru haldnir frá stofnun skólans á Möðruvöllum 1880. Ungmennafélag Gagnfræðaskólans á Akureyri var stofnað 30. nóvember 1907. Stóð félagið fyrir málfundum á Sal á hverju laugardagskvöldi. Er þar rætt um ýmis mál og lesið upp blað, sem félagið gefur út. Í fundarbyrjun og fundarlok eru sungin ættjarðarkvæði. Skólameistari og kennarar sækja iðulega fundina, eins og segir í skólaskýrslu. Á vesturvegg er gifsbrjóstmynd af Marteini Lúther og við norðurvegg kolaofn en slíkir ofnar voruí flestum íveruherbergjum Gamla skóla.

  • Málfundur á Sal er kafli úr bókinni Lifandi húsið - saga gamla skólahúss Menntaskólans á Akureyri sem Völuspá gaf út árið 2013. Höfundur bókarinnar er Tryggvi Gíslason, skólameistari frá 1972 til 2003.