Fara í efni
Mannlíf

Luton, geðshræring og þorpshöfðinginn í KA

Arnar Már Arngrímsson, rithöfundur á Akureyri, hefur haldið með Luton Town í ensku knattspyrnunni frá 12 ára aldri.

„Á þessum árum þótti Luton Town spila skemmtilegan fótbolta. Eflaust hefur mörgum þótt val mitt einkennilegt því sjálfur spilaði ég ekki skemmtilegan fótbolta,“ segir Arnar Már í skemmtilegum pistli sem birtist í dag en félagið tryggði sér um helgina sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa í rúm þrjátíu ár, tekið að sér að „rannsaka allar deildir enskrar knattspyrnu, sem og utandeildir.“

Arnar Már segir að fram að þrítugu hafi lund hans sveiflast með gengi liða. KA og landsliðin í handbolta og fótbolta hafi reglulega séð honum fyrir geðshræringu en ég „býst við ég horfi á leiki þessi misserin með núvitundargleraugum.“ Hann taki eftir fleiri hlutum en áður. Til dæmis sé áhugavert að sjá hvernig leikmenn þróast og þroskast. „Fyrir tíu árum gerði KA-maðurinn Hallgrímur Mar sig oft sekan um sorrý-hreyfingar og óhóflegt boltaklapp en í seinni tíð líður hann um völlinn eins og lýðræðislega þenkjandi þorpshöfðingi og leggur yfirleitt eitthvað þarft og yfirvegað af mörkum.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnars Más.