Fara í efni
Fréttir

Lokakaflinn hafinn í kirkjutröppunum

Mynd: Þorgeir Baldursson

Hafist var handa í morgun við að brjóta upp neðsta hluta kirkjutrappanna við Akureyrarkirkju – pallinn niðri við Hótel Kea – og næstu daga  verður unnið við að setja þar snjóbræðslu.

Eftir að hinar nýju, glæsilegu kirkjutröppur voru teknar í notkun á ný fyrir skemmstu kom í ljós í frosti að svellbunki myndaðist á neðsta pallinum, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Þá var upplýst að ekki hafi verið hægt að seta hita í umræddan pall en stefnt er að því að ljúka verkinu eins fljótt og kostur er. Eftir nokkra daga verður því komin snjóbræðsla alla leið frá bílaplaninu við hótelið upp að kirkju og að því loknu væntanlega hægt að ganga þurrum fótum alla leið nánast hvernig sem viðrar.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson