Fara í efni
Fréttir

Loftur Magnússon augnlæknir er látinn

Loftur Magnússon augnlæknir er látinn 93 ára að aldri. Loftur fæddist 15. júlí 1931 að Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðastliðinn miðvikudag, 25. september
 
Eiginkona Lofts var Hlín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hún var fædd 8. desember 1933 og lést á Dvalarheimilinu Hlíð 8. maí á þessu ári.
 
Loftur og Hlín eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Margrét Jóhanna, augnlæknir, f. 1960, sambýlismaður Ólafur Svanlaugsson smiður. Dóttir Margrétar er Sunna. 2) Magnús Steinn, söngvari, f. 1961, börn hans eru: Ingibjörg, Hlín, Árni Dagur, Ásta og Katrín. Barnabörn Magnúsar Steins eru 11 talsins. 3) Hildur,  verkefnisstjóri, f. 1968, dætur hennar eru Oona og Eyja. 4) Heiður María, bókasafns- og upplýsingafræðingur f. 1969, dóttir hennar er Agla.
 
Foreldrar Lofts voru Magnús Sigvaldi Guðjónsson og Aðalheiður Loftsdóttir. Þau eignuðust 13 börn og var Loftur þriðji elstur.
 
Eftir grunnskóla hóf Loftur nám við Menntaskólann á Akureyri, nam síðan læknisfræði við Háskóla Íslands og sérhæfði sig í kjölfarið í augnlækningum í Svíþjóð. Að því loknu settust hjónin að á Akureyri þar sem Loftur starfaði sem sérfræðingur í augnsjúkdómum samhliða hlutastarfi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, meðal annars sem yfirlæknir augndeildar. Loftur var alla tíð virkur í félagsstörfum og var meðal annars í stjórn Læknafélags Akureyrar, formaður Augnlæknafélags Íslands og forseti Rótarýklúbbs Akureyrar.
 
Útför Lofts Magnússonar verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. október klukkan 13.00.