Fréttir
Ljósapollar notaðir sem öskubakkar
25.02.2025 kl. 08:15

Ljósapollar á Ráðhústorgi sem notaðar eru sem öskubakkar.
Ástand göngugötunnar, þess hluta Hafnarstrætis sem liggur frá Kaupvangsstræti að Ráðhústorgi, er svo slæmt vegna skemmda að spottinn þolir vart meiri bílaumferð, eins og akureyri.net greindi frá í gær. Torgið sjálft er í raun hluti „göngugötunnar“ og ljóst að margir Akureyringar hafa sterkar skoðanir á því hvort leyfa eigi bílaumferð um götuna og torgið eður ei.
Í minnisblaði sem unnið var fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð, og lagt var fram á fundi ráðsins í síðustu viku, er vakin athygli á því að umgengni er ekki að öllu leyti sem skyldi á Ráðhústorgi. Þar má m.a. sjá meðfylgjandi myndir. Í minnisblaðinu kemur fram að pollalýsing í kringum torgið sé ónýt, „búið að skemma staura og luktir notaðar sem öskubakkar.“
Frétt akureyri.net í gær: