Íþróttir
Litríkir hlauparar á ferðinni – MYNDIR
31.12.2024 kl. 14:30
Myndir: Skapti Hallgrímsson
Fjöldi fólks klæddi sig upp í morgun og þreytti árlegt gamlárshlaup Ungmennafélags Akureyrar þrátt fyrir að kuldaboli væri á kreiki. Sumir mælar sýndu 15 stiga frost en sem betur fer var logn og þótt hlaupararnir skörtuðu eplakinnum og væru býsna kuldalegir brostu allir breitt sem hlupu framhjá ljósmyndara Akureyri.net – augljóslega glaðir í bragði að geta kvatt árið með þessum hætti.