Fara í efni
Mannlíf

Litli-Hamar – eitt fimm steinhúsa frá 1920

Það mætti hæglega kalla sumarið 1920  í sveitunum framan Akureyrar en þá risu fimm steinhús í hreppunum þar. Auk Kroppshússins Í Hrafnagilshreppi reis í sama hrepp hús eftir teikningu Guðjóns Samúelsson í Möðrufelli og hús eftir svipaðri teikningu reis einnig í Kaupangi í Öngulsstaðahreppi. Yst í Öngulsstaðahreppi reis steinhús á Syðri-Varðgjá, eftir teikningu Sveinbjarnar Jónssonar og eftir sams konar teikningu reis einnig steinhús í syðstu byggðum hreppsins á Litla-Hamri. Þar var að verki Jónatan Guðmundsson, þá bóndi þar, og uppkomnir synir hans.

Í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Litla-Hamar, sem er rúmlega 20 kílómetrum frá Akureyri. Bærinn stendur í brekku neðan við Eyjafjarðarbraut eystri, skammt sunnan við hið hrikalega gil Þverár efri eða Munkaþverár. Rekja má sögu jarðarinnar Litla-Hamars til landnámsaldar.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika