Mannlíf
Lítil nýliðun í hópi geðlækna áhyggjuefni
12.01.2025 kl. 09:45
Sjálfstætt starfandi geðlæknar hér á landi hafa verið um 40, þar af 10-15 í fullu starfi og viðtala- eða meðferðafjöldi hefur verið nokkuð stöðugur síðustu 25 árin, rúmlega 30.000 komur á ári.
Þetta kemur í pistli Ólafs Þórs Ævarssonar um geðheilbrigðsþjónustu sem birtist á Akureyri.net í dag. „Það er áhyggjuefni að nýliðun í þessum hópi er lítil og fækkar nú geðlæknum um 1-2 á ári og þar með fækkar viðtölum um 2-3.000 á hverju ári. Búast má við að þessi starfsemi leggist af að mestu leyti á innan við áratug,“ segir Ólafur.
Ólafur Þór hefur skrifað fjölda pistla síðustu misseri og sá sem birtist í dag er sá fyrsti í pistlaröð um geðheilbrigðisþjónustuna. Að þessu sinni fjallar Ólafur um skipulag, samvinnu og stjórnun.