Líklega annað elsta steinsteypuhúsið
Arnór Bliki Hallmundsson fjallar í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins um Skólahúsið í Sandgerðisbót; Ós eins og það var kallað eftir að því var breytt í íbúðahús snemma á fimmta áratug síðustu aldar. Búið var í húsinu þar til undir lok aldarinnar.
Pistill Arnórs Blika er fróðlegur og skemmtilegur að vanda: Hópur manna í Glerárþorpi ákvað í febrúar 1908 að byggja skólahús og það var fullbúið í nóvember sama ár. Þá hófst þar kennsla og var húsið notað sem skóli til 1937 þegar reistur var nýr Glerárskóli ofar í Þorpinu
„Ós er látlaust hús sem lætur lítið yfir sér og virðist við fyrstu sýn í engu frábrugðið nærliggjandi verbúðum, verkstæðishúsum og geymsluhúsum,“ skrifar Arnór Bliki, en bætir við: „Það á sér engu að síður afar merka sögu og er að öllum líkindum annað elsta steinsteypuhús á Akureyri, á eftir Steinöld við Hríseyjargötu 1.“
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.