Fara í efni
Mannlíf

Líflegt Gamlárshlaup UFA Eyrarskokks

Forrest Gump hópurinn, annar tveggja sem úrskurðaður var sigurvegari í búningakeppninni.

Gamlársskokk UFA Eyrarskokks var haldið á síðasta degi ársins að vanda og var gleðin allsráðandi, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Þátttakendur voru 77. „Í þessu hlaupi er engin tímataka og engin verðlaun fyrir efstu sæti,“ segir í tilkynningunni.

„Farnir voru um sex kílómetrar, frá veitingastaðnum Eyr (Gömlu Bryggjunni) og meðfram Pollinum að Mótorhjólasafninu og til baka þar sem sjóðandi heit kjúklingasúpa og kaffi beið hlauparanna. Sumir hlauparar lögðu mikinn metnað í búninga, enda ljóst að verðlaun yrðu veitt fyrir þá. Það var því nokkuð skrautlegur hópur sem var á strandlengjunni þennan morguninn og einhverjir ferfætlingar einnig með í för. Hörð samkeppni var um efstu sæti búningakeppninnar, þar mættu m.a. til leiks Kampavínsklúbburinn, Hestakonurnar, Stubbarnir, Náttfatagengið, Íslenska landsliðið, Veiðikonan, Sjóræningi, Prúðuleikari, M&M konan og Diskódíva. Dómnefndin komst þó loks að niðurstöðu eftir vandlega íhugun og voru sigurvegararnir tveir, annars vegar Forrest Gump hópurinn og hins vegar Uppblásnu herramennirnir, en þeir sýndu talsvert þrekvirki við að koma sér þessa sex kílómetra í þessum veigamikla búning.“

Nefndina skipa Freydís Heba Konráðsdóttir, Ingvar Már Gíslason, Hilal Sen og Hilda Jana Gísladóttir. „Nefndin vill sérstaklega þakka eftirtöldum aðilum fyrir stuðninginn við Gamlárshlaup UFA árið 2023: Sportver, Jysk, Kjarnafæði/Norðlenska, Pedal.is, Þóra Guðný Baldursdóttir, MS, Dominos og líkamsræktinni Bjargi,“ segir í tilkynningunni.

Uppblásnu herramennirnir, hinn hópurinn sem valinn var sigurvegar í búningakeppninni.

Kampavínsklúbburinn

Hestakonurnar

Stubbarnir

Náttfatagengið

Íslenska landsliðið

Veiðikonan

Sjóræningi og prúðuleikari


Diskódíva