Fara í efni
Mannlíf

Liðið sem lék aldrei heima á Þúfnavöllum

„Þegar ég var að vaxa úr grasi á Akureyri var ekki nóg að æfa knattspyrnu með Þór eða KA, enginn var maður með mönnum nema að hann væri líka í hverfisliði. Þau voru á hverju strái, bókstaflega.“

Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir enn af ævintýrum Þorparans í Orrablóti dagsins. Pistlar hans fyrir Akureyri.net birtast annan hvern föstudag.

Fyrsta hverfisliðið sem Orri átti aðild að var með varnarþing í Heiðarlundi „og í eigu bræðranna Sigurðar og Jóns Kristins Sveinmarssona, sem voru aðalspaðarnir í götunni, og hét einfaldlega Sigga og Nonna-lið,“ segir hann.

„Síðan flutti ég í Þorpið og eitt af mínum fyrstu verkum var að sjálfsögðu að setja á laggirnar hverfislið. Hlaut það nafnið DBS. Það hafði ekkert með reiðhjólin góðu að gera, Den Beste Sykkel (eða druslan bundin saman, eins og gárungarnir kölluðu það), enda þótt við byggjum flestir að eða ættum eftir að eignast slíkan kostagrip. Við vorum einfaldlega að vinna með fyrsta stafin í götuheitum okkar, Drangshlíð, Borgarhlíð og Smárahlíð.“

Pistill dagsins: Liðið sem aldrei lék heimaleik