Fara í efni
Íþróttir

Leikreyndasti Þórsarinn lánaður til Magna

Sigurður Marinó Kristjánsson kominn í Magnatreyjuna. Myndin er af Facebook-síðu Magna.

Knattspyrnudeild Þórs hefur lánað miðjumanninn Sigurð Marinó Kristjánsson til Magna á Grenivík, en liðið leikur um þessar mundir í 3. deildinni. 

Sigurður Marinó er einn af leikreyndustu og leikjahæstu leikmönnum í sögu Þórs, en hann hefur spilað 355 meistaraflokksleiki, þar af 327 með Þór og 28 með Magna á Grenivík. Hann á meðal annars að baki 56 leiki með Þór í efstu deild og fjóra Evrópuleiki. Hann hefur leikið allan sinn feril með Þór nema árið 2018 þegar hann spilaði með Magna í 1. deildinni. Sigurður Marinó er í raun yfir 400 leikja maður því þegar æfingamót eru meðtalin bætast við 55 leikir í meistaraflokki. 

Grenvíkingar þekkja Sigurð Marinó ágætlega því hann samdi við Magna 2018 og spilaði eina leiktíð þar, samtals 28 leiki í Inkasso-deildinni, Mjólkurbikarnum og Lengjubikarnum. 

Sjá frétt á heimasíðu Þórs.