Leiðsöguvinir Rauða krossins mikilvægir
Fjallað er um Leiðsöguvini í pistli vikunnar frá starfsfólki Rauða krossins við Eyjafjörð á Akureyri.net í dag.
Aldrei hafa fleiri verið á flótta og „margt bendir til þess að flóttafólki og farendum muni halda áfram að fjölga verulega á næstu árum,“ segir í pistlinum. Mikilvægt sé að hlúa vel að flóttafólki og mun að um sé að ræða venjulegt fólk
„Leiðsöguvinir eru sjálfboðaliðar sem taka að sér að hitta og kynnast einstaklingum eða fjölskyldum sem nýlega hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Leiðsöguvinir verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, ræða við þau um íslenska menningu og hefðir og hvað annað sem þátttakendum býr í brjósti. Þeir byggja brýr á milli fólks með ólíkan bakgrunn og hjálpa þeim að finna sinn stað á Íslandi. Leiðsöguvinir vísa flóttafólki veginn í nýju samfélagi.“
Smellið hér til að lesa pistilinn.