Fara í efni
Menning

Kvennakórinn Embla og íslenskar söngperlur

Kvennakórinn Embla heldur tónleika á laugardaginn 15. mars kl. 17:00 í Glerárkirkju, þar sem íslenskar söngperlur verða í aðalhlutverki.  Sérstakur gestur á tónleikunum verður tenórinn Óskar Pétursson. Píanóleikari er Helga Kvam og stjórnandi Roar Kvam.
 
Á tónleikunum verða fluttar margar af helstu söngperlum íslenskra söngbókmennta. Sönglögin eru upprunalega einsöngslög en útsett fyrir kvennakórinn af Roari Kvam. Tónleikarnir eru gott tækifæri til að njóta þess að hlýða á þessar einstöku perlur íslenskra söngbókmennta í nýju ljósi, segir í fréttatilkynningu frá kórnum.
 
Kvennakórinn hefur áður flutt íslensk sönglög á tónleikum og gefið út geisladisk með þeirri tónlist og nú hafa mörg fleiri lög bæst við til að heiðra minningu íslenskra tónskálda. Flutt verða lög eftir m.a. Sigfús Halldórsson, Sigfús Einarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Árna Thorsteinson, Sigvalda Kaldalóns og fleiri.
 
Aðgangseyrir er 3500 kr. og miðasala verður við innganginn.