Fara í efni
Menning

Kvartett Ingva með tónleika á LYST

Kvartett Ingva Rafns Ingvasonar, Ingvi Quartet, heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum laugardagskvöldið 18. maí kl. 20.30.

Þar verða leikin þekkt og þægileg jazz og blús lög, ásamt frumsaminni tónlist, að því er segir í tilkynningu. Þau þekktu og þægilegu eru lög sem listafólk á borð við Frank Sinatra, Natalie Cole, Etta James, Ella Fitzgerald, Bill Evans, Joe Cocker, John Coltrane og fleiri hafa gert vinsæl.

Kvartettinn skipa:

Kjartan Valdemarsson - píanó
Michael Weaver - sax, tenor og flauta
Pétur Ingólfsson - kontrabassi
Ingvi Rafn Ingvason - trommur & söngur

Gestasöngkona er Lydía Rós Björnsdóttir Waage.

Miðasala er á Lyst.is