Fara í efni
Mannlíf

Krakkar á Akureyri og Tarzan í Afríku

Það var alltaf verið að byggja. Nýju hverfin risu út og suður Brekkuna og norður í Þorpi og niður á eyri. Og þar af leiðandi heyrðust hamarshöggin um allan bæ, enda var svo til eilíflega verið að klambra saman stillönsum.

Þannig hefst 32. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Í augum krakkanna voru stillansar einhver skemmtilegustu leiktæki sem hægt var að hugsa sér, hvergi voru eltingaleikirnir jafn ofsafengnir og spennandi og þegar henst var eftir þessum timbruðu gólfum og hólfum, svo jafnvel var hægt að sveifla sér með einu handtaki á milli hæða, eins og Tarzan inni í frumskógum Afríku – og jafn furðulegt sem það var, lentu langflestir á fótunum, altso heima á Akureyri, segir Sigmundur.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis