Kjördagur! Hvað ætlar þú að kjósa?
Upp er runninn kjördagur, ef til vill ekki eins fagur og oftast áður þegar kosið hefur verið til Alþingis enda sjaldgæft að það gerist í lok nóvember í snjókomu og hvassviðri undir gulri veðurviðvörun í sumum landshlutum. Á kjörskrá í Norðausturkjördæmi eru 31.039 manns.
Kjörfundur á Akureyri hefst kl. 9:00 og lýkur honum kl. 22:00. Kosið er í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem eru 11 kjördeildir af 13 í Akureyrarkaupstað, en að auki er ein í Hríseyjarskóla og ein í Félagsheimilinu Múla í Grímsey.
Skiptingu kjósenda á Akureyri í kjördeildir eftir búsetu (lögheimili 29. október) má finna í fyrri frétt okkar ásamt mynd þar sem sýnir innganga í húsið eftir kjördeildum.
Nokkur hagnýt atriði og krækjur á upplýsingar á kosningavef Stjórnarráðsins:
- Til að geta kosið þarf kjósandi að sýna fram á að hann sé sá sem hann segist vera. Takið því með ykkur skilríki.
- Gerist þess þörf er hægt að fá aðstoð við að kjósa samkvæmt ákveðnum reglum, sjá leiðbeiningar á vefnum kosningar.is.
- Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis skipa þau Gestur Jónsson formaður, Björn Vigfússon, Eva Dís Pálmadóttir, Hildur Betty Kristjánsdóttir og Sigmundur Guðmundsson.
Kjósendur í Norðausturkjördæmi hafa val á milli tíu lista og vill svo til að það er sami fjöldi og fjöldi þingmanna kjördæmisins. Norðausturkjördæmi hefur níu kjördæmakjörna þingmenn og einn landskjörinn.
190 manns í framboði í kjördæminu
Á listunum tíu eru samtals 190 frambjóðendur, 20 á öllum listum nema tíu hjá Lýðræðisflokknum.
Listarnir sem í boði eru, í stafrófsröð eftir listabókstöfum þeirra:
- B – listi Framsóknarflokks
- C – listi Viðreisnar
- D – listi Sjálfstæðisflokks
- F – listi Flokks fólksins
- J – listi Sósíalistaflokks Íslands
- L – listi Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt
- M – listi Miðflokksins
- P – listi Pírata
- S – listi Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands
- V – listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs
Hér að neðan má svo finna nafnalista allra framboðanna sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi, einnig í stafrófsröð eftir listabókstöfum.
B – listi Framsóknarflokks
- Ingibjörg Ólöf Isaksen, Akureyri
- Þórarinn Ingi Pétursson, Grenivík
- Jónína Brynjólfsdóttir, Egilsstöðum
- Skúli Bragi Geirdal, Akureyri
- Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Reyðarfirði
- Kristinn Rúnar Tryggvason, Norðurþingi
- Ásdís Helga Bjarnadóttir, Egilsstöðum.
- Jón K. Ólafsson, Siglufirði.
- Eiður Pétursson, Húsavík.
- Halldóra Magnúsdóttir, Akureyri.
- Elís Pétur Elísson, Breiðdalsvík.
- Kristjana L Friðbjarnardóttir, Vopnafirði.
- Eggert Stefánsson, Þórshöfn.
- Patrycja Maria Reimus, Þingeyjarsveit.
- Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri.
- Monika Margrét Stefánsdóttir, Dalvík.
- Snæbjörn Sigurðarson, Akureyri.
- Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Egilsstöðum.
- Egill Olgeirsson, Húsavík.
- Líneik Anna Sævarsdóttir, Fáskrúðsfirði.
C – listi Viðreisnar
- Ingvar Þóroddsson, Akureyri.
- Heiða Ingimarsdóttir, Egilsstöðum.
- Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, Akureyri.
- Gabríel Ingimarsson, Hrísey.
- Hjálmar Pálsson, Akureyri.
- Arna Garðarsdóttir, Akureyri.
- Páll Baldursson, Egilsstöðum.
- Dusanka Kotaras, Akureyri.
- Davíð Brynjar Sigurjónsson, Eskifirði.
- Rut Jónsdóttir, Akureyri.
- Eyþór Árni Möller Árnason, Akureyri.
- Urður Arna Ómarsdóttir, Seyðisfirði.
- Ari Erlingur Arason, Húsavík.
- Halla Rut Ákadóttir, Hörgársveit.
- Björn Grétar Baldursson, Akureyri.
- Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, Reyðarfirði.
- Valtýr Þór Hreiðarsson, Svalbarðsstrandarhreppi.
- Draumey Ósk Ómarsdóttir, Reykjavík.
- Guðmundur Aðalsteinsson, Egilsstöðum.
- Ólöf Ýrr Atladóttir, Siglufirði.
D – listi Sjálfstæðisflokks
- Jens Garðar Helgason, Eskifirði.
- Njáll Trausti Friðbertsson, Akureyri.
- Berglind Harpa Svavarsdóttir, Egilsstöðum.
- Jón Þór Kristjánsson, Akureyri.
- Telma Ósk Þórhallsdóttir, Akureyri.
- Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvík.
- Þorsteinn Kristjánsson, Akureyri.
- Hafrún Olgeirsdóttir, Húsavík.
- Guðný Lára Guðrúnardóttir, Seyðisfirði.
- Baldur Helgi Benjamínsson, Akureyri.
- Jóna Jónsdóttir, Akureyri.
- Einar Freyr Guðmundsson, Egilsstöðum.
- Auður Olga Arnarsdóttir, Dalvíkurbyggð.
- Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Siglufirði.
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason, Akureyri.
- Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Eskifirði.
- Freydís Anna Ingvarsdóttir, Þingeyjarsveit.
- Tómas Atli Einarsson, Fjallabyggð.
- Kristinn Frímann Árnason, Hrísey.
- Helgi Ólafsson, Raufarhöfn.
F – listi Flokks fólksins
- Sigurjón Þórðarson, Sauðárkróki.
- Katrín Sif Árnadóttir, Akureyri.
- Sigurður H Ingimarsson, Akureyri.
- Tinna Guðmundsdóttir, Akureyri.
- Sigurður Vikar Karlsson, Egilsstöðum.
- Bjarni R Magnússon, Grímsey.
- Ásdís Árnadóttir, Akureyri.
- Guðni Þórir Jóhannsson, Djúpavogi.
- Ida Night Ingadóttir, Húsavík.
- Ingþór Eide Guðjónsson, Stöðvarfirði.
- Ásta G Hafberg Sigmundsdóttir, Hörgársveit.
- Guðjón Freyr Ragnarsson, Akureyri.
- Hilmar Daníel Valgeirsson, Siglufirði.
- Linda Viðarsdóttir, Stöðvarfirði.
- Þorleifur Albert Reimarsson, Dalvík.
- Aðalbjörg Júlía Árnadóttir, Egilsstöðum.
- Einar Emil Pálsson, Ólafsfirði.
- Arlene Velos Reyes, Akureyri.
- Júlíana Kristín Ástvaldsdóttir, Akureyri.
- Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, Ólafsfirði.
J – listi Sósíalistaflokks Íslands
- Þorsteinn Bergsson, Egilsstöðum.
- Ari Orrason, Akureyri.
- Saga Unnsteinsdóttir, Eskifirði.
- Jón Þór Sigurðsson, Akureyri.
- Kristinn Hannesson, Eskifirði.
- Lilja Björg Jónsdóttir, Akureyri.
- Sigurður Snæbjörn Stefánsson, Seyðisfirði.
- Líney Marsibil Guðrúnardóttir, Akureyri.
- Haraldur Ingi Haraldsson, Spáni.
- Ása Ernudóttir, Akureyri.
- Natan Leó Arnarsson, Djúpavogi.
- Ása Þorsteinsdóttir, Egilsstöðum.
- Gísli Sigurjón Samúelsson, Eskifirði.
- Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, Ólafsfirði.
- Elvar Freyr Fossdal Sigfússon, Akureyri.
- Jonas Hrafn Klitgaard, Húsavík.
- Ásdís Thoroddsen, Raufarhöfn.
- Nökkvi Þór Ægisson, Stöðvarfirði.
- Ari Sigurjónsson, Vopnafirði.
- Hildur María Hansdóttir, Akureyri.
L – listi Lýðræðisflokksins – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt
- Gunnar Viðar Þórarinsson, Reyðarfirði.
- Helga Dögg Sverrisdóttir, Akureyri.
- Kristína Ösp Steinke, Akureyri.
- Kristinn Hrannar Hjaltason, Breiðdalsvík.
- Elsabet Sigurðardóttir, Garði.
- Pálmi Einarsson, Múlaþingi.
- Bergvin Bessason, Akureyri.
- Sigríður Ásný Ketilsdóttir, Eyjafjarðarsveit
- Rúnar Bjarni Bjarnason, Akureyri.
- Jóhanna Ýr Stefánsdóttir, Reyðarfirði.
M – listi Miðflokksins
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Garðabæ.
- Þorgrímur Sigmundsson, Húsavík.
- Ágústa Ágústsdóttir, Norðurþingi.
- Inga Dís Sigurðardóttir, Akureyri.
- Alma Sigurbjörnsdóttir, Reyðarfirði.
- Ragnar Jónsson, Akureyri.
- Karl Liljendal Hólmgeirsson, Noregi.
- Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, Egilsstöðum.
- Pétur Snæbjörnsson, Þingeyjarsveit.
- Ingunn Anna Þráinsdóttir, Egilsstöðum.
- Guðný Harðardóttir, Fjarðabyggð.
- Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, Raufarhöfn.
- Þorbergur Níels Hauksson, Eskifirði.
- Steingrímur Jónsson, Egilsstöðum.
- Sigurður Ragnar Kristinsson, Þórshöfn.
- Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Akureyri.
- Jón Elvar Hjörleifsson, Eyjafjarðarsveit.
- Benedikt V. Warén, Egilsstöðum.
- Heimir Ásgeirsson, Grenivík.
- Sverrir Sveinsson, Siglufirði.
P – listi Pírata
- Theodór Ingi Ólafsson, Reykjavík.
- Adda Steina Haraldsdóttir, Reykjavík.
- Viktor Traustason, Vopnafjarðarhreppi.
- Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Svíþjóð.
- Aðalbjörn Jóhannsson, Norðurþingi.
- Júlíus Blómkvist Friðriksson, Akureyri.
- Lena Sólborg Valgarðsdóttir, Reykjavík.
- Bjarni Arason, Grenivík.
- Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Egilsstöðum.
- Ragnar Elías Ólafsson, Akureyri.
- Erna Sigrún Hallgrímsdóttir, Akureyri.
- Gunnar Eyfjörð Ómarsson, Hörgársveit.
- Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Kópavogi.
- Sæmundur Gunnar Ámundason, Reykjavík.
- Helga Ósk Helgadóttir, Egilsstöðum.
- Hans Jónsson, Ólafsfirði.
- Rakel Snorradóttir, Seyðisfirði.
- Tinna Heimisdóttir, Reykjavík.
- Kristín Helga Sól Þorleifsdóttir, Hafnarfirði.
- Skúli Björnsson, Múlaþingi.
S – listi Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands
- Logi Einarsson, Akureyri.
- Eydís Ásbjörnsdóttir, Eskifirði.
- Sæunn Gísladóttir, Siglufirði.
- Sindri S. Kristjánsson, Akureyri.
- Stefán Þór Eysteinsson, Neskaupstað.
- Kristín Helga Schiöth, Akureyri.
- Ásdís Helga Jóhannsdóttir, Neskaupstað.
- Jóhannes Óli Sveinsson, Akureyri.
- Eva María Ingvadóttir, Akureyri.
- Benóný Valur Jakobsson, Húsavík.
- Valborg Ösp Á. Warén, Egilsstöðum.
- Nói Björnsson, Akureyri.
- Elsa María Guðmundsdóttir, Akureyri.
- Birkir Snær Guðjónsson, Fáskrúðsfirði.
- Kristín Sóley Björnsdóttir, Akureyri.
- Reynir Ingi Reinhardsson, Húsavík.
- Áslaug Inga Barðadóttir, Ólafsfirði.
- Árni Gunnarsson, Langanesbyggð.
- Svanfríður Inga Jónasdóttir, Dalvík.
- Ólafur Kristinn Ármannsson, Vopnafirði.
V – listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs
- Sindri Geir Óskarsson, Akureyri.
- Jóna Björg Hlöðversdóttir, Þingeyjarsveit.
- Guðlaug Björgvinsdóttir, Reyðarfirði.
- Klara Mist Olsen Pálsdóttir, Ólafsfirði.
- Tryggvi Hallgrímsson, Akureyri.
- Jónas Davíð Jónasson, Hörgársveit
- Óli Jóhannes Gunnþórsson, Seyðisfirði.
- Aldey Unnar Traustadóttir, Húsavík.
- Ásrún Ýr Gestsdóttir, Hrísey.
- Örlygur Kristfinnsson, Siglufirði.
- Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Seyðisfirði.
- Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Þórshöfn.
- Hlynur Hallsson, Akureyri.
- Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Seyðisfirði.
- Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Egilsstöðum.
- Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Þingeyjarsveit.
- Frímann Stefánsson, Akureyri.
- Rannveig Þórhallsdóttir, Seyðisfirði.
- Steingrímur J. Sigfússon, Þistilfirði.
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafsfirði.