Mannlíf
Karen Ósk er tilnefnd til hlustendaverðlaunanna
12.02.2023 kl. 16:00
Akureyringurinn Karen Ósk er tilnefnd til Hlustendaverðlaunanna í flokknum söngkona ársins. Það eru útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að hlustendaverðlaununum sem verð afhent í 10. skipti að þessu sinni. Verðlaunahátíðin fer fram 17. mars.
Kosning er hafin og fer fram á Vísi. Þar segir að markmiðið með verðlaununum sé að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.
Söngkona ársins – tilnefningar
- Sigrún Stella
- Stefanía Svavars
- Bríet
- GDRN
- Klara Elias
- Karen Ósk
- Margrét Rán
- Brynhildur Karls
Smellið hér til að kjósa og sjá allar upplýsingar um tilnefningar.