Fara í efni
Menning

KAG á Ítalíu – gleðin bæði sást og heyrðist

Myndir: Svavar Alfreð

Karlakór Akureyrar - Geysir var við leik og söng í Kalabríu, héraði syðst á Ítalíu, fyrr í þessum mánuði. Séra Svavar Alfreð Jónsson er einn kórfélaga og segir lesendum Akureyri.net ferðasöguna í tveimur ríkulega myndskreyttum hlutum. Fyrri hluti frásagnarinnar birtist í gær og sá síðari í dag.

Svavar segir m.a. frá því að síðasta kvöldið í Kalabríu hélt kórinn tónleika í ráðstefnumiðstöð hótelsins þar sem hópurinn gisti. „Á þriðja hundrað stólum hafði verið stillt upp í salnum og þegar kórfélagar hófu sönginn undir stjórn Valmars var setið í nánast öllum. Undirtektir voru góðar og þurti að syngja mörg aukalög.“

Síðan segir Svavar: 

„Ítölsk kona gaf sig fram við nokkra kórmenn eftir tónleikana, þakkaði innilega fyrir sig og hrósaði okkur fyrir að bæði hefði sést og heyrst að við hefðum svo gaman af að syngja. Hún sagðist vera frá Toskana og þar eins og annars staðar á Ítalíu, ætti söngurinn undir högg að sækja. Það væri mikið áhyggjuefni, ekki síst í þessu heimalandi söngsins.“

Smellið hér til að sjá pistil Svavars Alfreðs