Fara í efni
Fréttir

Kafbátaleitarvél við æfingar á Akureyri

Kafbátaleitarvélin á Akureyrarflugvelli í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Sjaldan er ein báran stök! Þessa dagana er sveit frá pólska hernum við loftrýmisgæslu hérlendis á fjórum F-16 orr­ustuþotum, eins og fram kom á Akureyri.net í morgun. Sveitin æfði aðflug á Akureyri í morgun. Í dag er líka á ferðinni kafbátaleitarvél frá bandaríska sjóhernum við aðflugsæfingar. Akureyrarflugvöllur er varavöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og skv. upplýsingum frá Landhelgisgæslunni þykir mikilvægt að áhafnir vélarinnar séu vel kunnugar aðstæðum á svæðinu.

Smelltu hér til að lesa um loftrýmisgæslu Pólverjanna.

Kafbátaleitarvél bandaríska sjóhersins á Akureyri í dag.  Nokkrar einkaþotur eru á flugvellinum í dag eins og sjá má. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson.