Fara í efni
Íþróttir

KA mætir írska félaginu Dundalk í næstu umferð

Daníel Hafsteinsson skoraði í báðum leikjunum gegn Connah's Quay Nomads. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

KA mætir Dundalk frá Írlandi í í 2. um­ferð forkeppni Sam­bands­deild­ar karla í knatt­spyrnu.

Dundalk sigraði í gærkvöldi Mag­pies frá Gíbralt­ar 3:1 á heimavelli en fyrri leikurinn var markalaus.

Fyrri leik­ur KA og Dundalk er strax i næstu viku; verður á Framvellinum í Úlfarsár­dal fimmtu­dag­inn 27. júlí og sá seinni á Írlandi viku síðar.

Dundalk sló FH út úr Evrópudeildinni sumarið 2016, komst þá áfram á fleiri útivallarmörkum eftir 2:2 jafntefli á Kaplakrikavelli. Rifjað er upp á fotbolta.net í morgun að Dundalk hefur tvisvar á síðustu 10 árum komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Nóg er um að vera hjá KA á næstunni:

Mánudagur 24. júlí
Keflavík - KA i Bestu deildinni

Fimmtudagur 27. júlí
KA - Dundalk í Sambandsdeild Evrópu

Sunnudagur 30. júlí
KA - HK í Bestu deildinni

Fimmtudagur 3. ágúst
Dundalk - KA í Sambandsdeild Evrópu