Fréttir
Jón Ingi: óboðlegt og svæðinu til vansa
11.04.2025 kl. 11:00

Jón Ingi Cæsarsson vekur athygli á „hörmungarástandi við Lundargötu“ í grein sem Akureyri.net birtir í dag. Nefnir hann þar sérstaklega húsið Lundargötu 13 sem árum saman hafi verið að „grotna niður án þess að nokkur taki ábyrgð á stöðunni.“
Jón Ingi kveðst vilja vekja athygli bæjaryfirvalda og annarra er málið varðar á stöðunni „og skora á þá að bregðst við. Staðan á þessu er óboðleg, svæðinu til vansa og dónaskapur við íbúa í nágrenninu. Svona getur þetta ekki gengið lengur og skylda bæjaryfirvalda að bregðast við áður en slys verða.“