Mannlíf
Jólatorg og jólatré - MYNDIR
02.12.2024 kl. 10:30
Það voru Embla Þórhildur, tíu ára, og Benjamín Loki, átta ára, sem tendruðu ljósin á trénu. Hér eru þau ásamt Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra, Erik Vilstrup Lorenzen, sendiherra Danmerkur á Íslandi, og Geir Kristni Aðalsteinssyni, ræðismanni Danmerkur á Norðurlandi, og „óvæntum“ rauðklæddum gestum með hvít skegg. Mynd: Þorgeir Baldursson
Jólatorgið var opnað á Ráðhústorginu á Akureyri um miðjan dag í gær og í framhaldinu var dagskrá á sviði með söng og lúðrablæstri. Hápunkturinn var svo auðvitað þegar kveikt var á jólatrénu og jólasveinar stálust í heimsókn og heilsuðu upp á börn á öllum aldri.
Jólatorgið sjálft verður svo opið næstu tvær helgar, en ítarlegri upplýsingar um það sem í boði verður og viðburði í miðbænum má finna hér.
Við leyfum myndunum að njóta sín.
Mynd: Þorgeir Baldursson.
Mynd: Þorgeir Baldursson.
Jólaljósin eru að sjálfsögðu komin upp í göngugötunni. Fólk dreif að um þrjúleytið í gær þegar Jólatorgið var opnað, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Myndir: Haraldur Ingólfsson.