Fara í efni
Mannlíf

Jarðvegurinn er undirstaða alls sem vex

„Jarðvegurinn er undirstaða alls sem vex á jörðinni. Því kann það að vekja nokkra furðu hvað við í raun vitum lítið um hann og það sem í honum er að finna. Við vitum ótrúlega lítið um vistkerfið undir fótum okkar. Við vitum þó að moldin er stórfenglegur lífheimur,“ segir Sigurður Arnarson í vikulegum pistli sínum í röðinni Tré vikunnar.

„Ólafur Arnalds (2023), sem er fremsti jarðvegsfræðingur landsins, segir að því hafi verið haldið fram að „fjöldi þeirra tegunda sem á eftir að lýsa og greina í jarðvegi séu fleiri en allar þær tegundir sem þrífast ofanjarðar.“ Ætti þetta að gefa nokkra hugmynd um auðgi þeirra tegunda sem lifa undir fótum okkar.“

Í þessum nýjasta pistli segir Sigurður frá þeim öllum – eða ekki, eins og hann bætir við. ari grein segjum við frá þeim öllum - eða ekki. „Þessi umfjöllun er mjög langt frá því að vera tæmandi eins og gefur að skilja.“

Smellið hér til að lesa meira