Fara í efni
Mannlíf

Janus: mataræði eldra fólks við góða heilsu

Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræðum, fjallar um ráðleggingar um mataræði fyrir eldra fólk sem er við góða heilsu í sjötta pistlinum sem birtist á Akureyri.net í dag í röðinni Heilsuefling.

„Orkuþörfin hjá einstaklingum minnkar með hækkandi aldri, aðallega vegna vöðvarýrnunar og minni hreyfingar. Það þýðir þó ekki að orkuþörfin sé ekki til staðar. Orkuþörf hvers einstaklings þarf að vera um 27–36 kkal/kg líkamsþyngdar. Það þýðir að 90 kg karlmaður þarf um 2400– 3200 kkal á dag og 70 kg kona þarf um 1890–2520 kkal á dag. Hvað ert þú þungur? Hver er orkuþörf þín á hverjum degi?“

Smellið hér til að lesa pistil Janusar.