Mannlíf
Jafnast eitthvað á við litadýrð haustsins?
02.10.2023 kl. 09:30
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Höfuðstaður Norðurlands er fallegur allt árið en fátt jafnast á við haustklæðin þegar aðstæður eru bestar. Litadýrðin síðustu daga hefur verið óvenju mikil; sumir af eldri kynslóðinni segjast vart muna annað eins.
Minnið getur vissulega verið stopult en víst er að málarameistari hins æðsta valds hefur dregið fram sparilitina, bestu penslana og vandað sig heil ósköp. Fjölbreytnin er mikil og litirnir breytast dag frá degi.
Gera má ráð fyrir að vætan undanfarna daga skerpi litina enn frekar og laufið er óvíða fallið nema að litlu leyti. Skapti Hallgrímsson flakkaði um bæinn með myndavélina í síðustu viku og um helgina.