Fara í efni
Íþróttir

Ívar Arnbro og Árni Veigar lánaðir austur

Ívar Arnbro Þórhallsson í leik KA og HK í síðustu umferð Bestu deildarinnar í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ívar Arnbro Þórhallsson, markvörðurinn stórefnilegi í KA, hefur verið lánaður til knattspyrnuliðs Hattar/Hugins og leikur með liðinu í sumar. KA hefur sömuleiðis lánað Hetti/Hugin Árna Veigar Árnason sem kom einmitt það til KA í fyrrasumar.
 
Ívar Arnbro, sem verður 18 ára í maí, tók þátt í tveimur leikjum meistaraflokks KA í fyrrasumar, var í byrjunarliðinu í einum bikarleik og í síðasta leik Bestu deildarinnar í haust. Hann á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Íslands. Árni Veigar er árinu yngri. Hann hefur ekki leikið mótsleik fyrir meistaraflokki KA.
 
Huginn/Höttur leikur í 2. deild, þriðju efstu deild Íslandsmótsins. Heimaleikir liðsins fara fram á Egilsstöðum eða Fellabæ.
 

„Árni og Ívar eru virkilega spennandi leikmenn þrátt fyrir ungan aldur og verða væntanlega í stórum hlutverkum á tímabilinu,“ segir í tilkynningu frá Hetti/Hugin í dag. „Rétt er að nefna að Höttur og KA gerðu með sér samstarfssamning fyrir tæpu ári síðan sem ánægja er með af hálfu beggja aðila.“