Fara í efni
Íþróttir

Íslandsmót sveita í boccia – MYNDIR

Mynd: Þorgeir Baldursson

Íslandsmótið í sveita­keppn­i í boccia fór fram í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Það er hluti af Íslands­móti Íþrótta­sam­bands fatlaðra í grein­inni og á mótið mættu um 160 keppendur frá 12 félögum, víðs vegar af landinu. Í þeirri hópu voru fulltrúar Akureyrarfélaganna, Eikar og Akurs.

Eik-B varð í öðru sæti 1. deild en þar bar Suðri-B frá Selfossi sigur úr býtum og Völsungur-A frá Húsavík varð í þriðja sæti.

Eik varð einnig í öðru sæti í rennuflokki, þar sem Karl Guðmundsson keppti fyrir hönd félagsins. Nes úr Reykja­nes­bæ (Ástvald­ur Ragn­ar Bjarna­son.) sigraði og Ösp úr Reykja­vík (Kristján Vign­ir Hjálm­ars­son) varð í þriðja sæti.

Suðri-C sigraði í 2. deild, Ægir-B frá Vest­manna­eyj­um varð í öðru sæti og Fjörður-B úr Hafnar­f­irði í þriðja sæti.

ÍFR-A úr Reykja­vík sigraði í flokki BC 1 til 5, ÍFR-B varð í öðru sæti og Þjót­ur/​Gróska frá Akra­nesi og Sauðár­króki í þriðja sæti.

Þorgeir Baldursson fylgdist grannt með mótinu og tók meðfylgjandi myndir þar sem fulltrúar Akureyrar eru í aðalhlutverki.