Fara í efni
Mannlíf

Innblástur að frábærri fermingarveislu

Að skipuleggja fermingarveislu vex mörgum í augum. Á fermingarsýningunni á Múlabergi á sunnudag er hægt að fá innblástur fyrir stóra daginn, prófa vörur og fá góð ráð frá fagfólki. Mynd: Múlaberg
Fermingartímabilið er handan við hornið og undirbúningur í gangi á heimilum margra fermingarbarna. Þeir sem vilja fá innblástur og kynna sér fjölbreytta þjónustu fyrir fermingarveisluna fá tækifæri til þess á Fermingarsýningunni 2025, sem haldin verður sunnudaginn 2. mars í veislusölum Múlabergs Bistro & Bar á Hótel Kea á Akureyri.
 

Viðburðurinn fer fram milli kl. 14 og 16:30 og er skipulagður af Múlabergi. Þar koma saman hátt í 20 fyrirtæki sem sérhæfa sig í þjónustu tengdri fermingarveislum, allt frá veitingum og skreytingum til fatnaðar, ljósmyndunar og ýmiss konar sérhannaðra vara.

Allt á einum stað fyrir ferminguna

Jóhanna Hildur Ágústdóttir, skipuleggjandi sýningarinnar og veitingastjóri Múlabergs, segir að hugmyndin að sýningunni hafi kviknað eftir margar fyrirspurnir til þeirra um aðstoð við skipulagningu fermingarveislna. Hún útskýrir að Múlaberg fái reglulega fyrirspurnir um veislur og ýmsa þjónustu sem tengist þeim, og  því var ákveðið að blása til þessa viðburðar sem nýst getur fermingarbörnum og aðstandendum þeirra. Segir hún að á sunnudaginn muni öll þjónusta sem tengist þessum stóra degi koma saman á Múlabergi. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við höldum þetta. Miðað við viðtökurnar sem þessi viðburður er búinn að fá er ég alveg viss um að þetta verði ekki í síðasta skiptið heldur, “ segir Jóhanna Hildur, spennt fyrir deginum.

Fyrirtæki í heimabyggð

 Á Fermingarsýningunni 2025 geta gestir gengið á milli bása og kynnt sér fjölbreytta þjónustu og vörur frá fyrirtækjum í heimabyggð. Þetta eru fyrirtæki á borð við AD Myndir, Blómaval, Coca Cola, Bryn Design, Centro, Ísabellu, Lindu Ólu, Studio Vast, Blómabúð Akureyrar, Sunnevu Símonar, Snyrtistofu Önnu Maríu, Sykurverk, Sindra Swan, Vorhús, JMJ, Rakarastofu Akureyrar, Partýland, TMA hár, Múlaberg Bistro & Bar og Terían Brasserie – og fleiri aðilar eru enn að bætast við. Sýningargestir geta einnig notið léttra veitinga frá Múlabergi og skráð sig í sérstakt happdrætti, þar sem dregnir verða út þrír veglegir vinningar frá fyrirtækjunum sem taka þátt. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.