Mannlíf
Indriðahús mögulega eitt fyrsta veitingahúsið
31.03.2025 kl. 07:50

Eitt margra gilja Akureyrarbrekknanna er Skammagil. Það liggur sunnanvert í Naustahöfða og liggur um norðurbarm þess snarbrött og hlykkjótt leið frá Nonnahúsi eða Minjasafni upp að elsta hluta Kirkjugarðs Akureyrar á Naustahöfða. Gilið er að mestu skógi vaxið og er þar um að ræða trjágróður sem tekið hefur mikinn vaxtarkipp sl. 2-3 áratugi. Þau hafa hins vegar staðið í um eða yfir 18 áratugi, elstu húsin neðan Skammagils, við sunnanvert Aðalstræti. Eitt þeirra er Aðalstræti 66. Þar er mögulega um að ræða eitt fyrsta veitingahús Akureyrar…
Pistill dagsins: Aðalstræti 66 – Indriðahús