Líf og fjör í miðbænum í dag - MYNDIR
Líf og fjör var í miðbæ Akureyrar í dag þar sem hluti af dagskrá hátíðarinnar Einnar með öllu fór fram. Fjöldi fólks var mætt til að taka á móti hlaupurum í Súlur Vertical og var virkilega góð stemming við endamarkið. Veðrið lék við gesti og ekki spillti fyrir að sólin lét sjá sig. Á Ráðhústorgi var fjölmenni sem sótti í alls konar götubita og bollakökur hjá Mömmum og möffins. Þá var líka mikið um að vera fyrir yngsta aldurshópinn. Seinnipartinn náði svo Páll Óskar upp góðri stemmingu við Múlaberg en þangað mættu bæðir ungir og aldnir enda á Páll Óskar sér breiðan aðdáendahóp.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá deginum sem teknar voru í miðbænum. Fjörið heldur svo áfram í kvöld, bæði í miðbænum og í Lystigarðinum. Á síðarnefnda staðnum verður Birkir Blær með tónleika kl. 20.30 og þá verða risatónleikar fyrir framan Vamos á milli kl. 20 og 22. Þar koma fram Bríet, Birnir, Aron Can og norðlenska hljómsveitin 7.9.13.
Sjá nánari dagskrá varðandi allt sem er að gerast á Akureyri í kvöld HÉR
Húlladúllan kenndi krökkum að húlla fyrir utan kaffihúsið Sykurverk.
Fjöldi manns naut þess að hlusta á Pál Óskar syngja um ástina fyrir utan Hótel KEA.
Margir lögðu leið sína á Ráðhústorgið í dag þar sem hægt var að kaupa bæði handverk og mat af ýmsum toga.
Það var barist um bollakökurnar hjá Mömmur og möffins á Ráðhústorgi.
Klói köttur var mættur á Eina með öllu á Akureyri.
Gilið var lokað fyrir bílaumferð en þar var búið að koma fyrir sápukúlustaukum og krítum sem krakkar nýttu sér óspart.
Páll Óskar klikkar aldrei á því að ná upp stuði. Hann verður í Sjallanum í kvöld ásamt Birnir, Bríet og Aron Can.