Fara í efni
Íþróttir

SA Víkingar fengu útreið í Laugardalnum

Baltasar Hjálmarsson skoraði fyrsta mark leiksins í gær og eina mark SA Víkinga. Það dugði skammt því gestgjafarnir skoruðu sjö sinnum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

SA Víkingar töpuðu stórt í síðasta útileik sínum í Hertz-deild karla í íshokkí gærkvöld. Eftir markalausan fyrsta leikhluta skoruðu Akureyringar fyrsta markið, en heimamenn svöruðu með sjö mörkum og unnu örugglega.

Af leikmannalistanum má draga þá ályktun að nokkrir af þeim eldri og reyndari í liði SA Víkinga hafi verið hvíldir í þessum leik og/eða verið meiddir enda hefur SA nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og oddaleiksrétt í úrslitarimmunni. Gestgjafarnir í gærkvöld tryggðu sér einmitt réttinn til að mæta SA Víkingum í úrslitum með sigri á Fjölni fyrr í vikunni. Leikirnir sem eftir eru af deildinni eru því í raun bara formsatriði til að klára deildina, ef þannig má orða það.

Leikurinn var án tíðinda fyrstu 20 mínúturnar, engin mörk skoruð í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti hófst með harla óvenjulegum hætti, en þá fékk leikmaður SA fimm mínútna dóm áður en leikur hófst og 20 mínútna dóm með útilokun frá leiknum. 

SA Víkingar komust yfir með fyrsta marki leiksins, en heimamenn í SR svöruðu með þremur mörkum og staðan 3-1 SR í vil eftir annan leikhlutann. Í þeim þriðja bættu SR-ingar við fjóum mörkum og sigurinn aldrei í hættu.

SR - SA Víkingar 7-1 (0-0, 3-1, 4-0)

  • 0-1 Baltasar Hjálmarsson (27:51). Stoðsending: Unnar Hafberg Rúnarsson.
  • 1-1 Petr Stepanek (29:32). Stoðsending: Axel Orongan, Felix Sareklev Dahlstedt .
  • 2-1 Filip Krzak (31:51). Stoðsending: Petr Stepanek, Axel Orongan.
  • 3-1 Axel Orongan (35:39). Stoðsending: Petr Stepanek.
    - - -
  • 4-1 Ólafur Björnsson (41:02). Stoðsending: Bjarki Jóhannesson, Gunnlaugur Þorsteinsson.
  • 5-1 Axel Orongan (41:33). Stoðsending: Filip Krzak, Petr Stepanek.
  • 6-1 Pétur Maack (50:28). Stoðsending: Filip Krzak, Felix Sarkelev Dahlstedt.
  • 7-1 Ólafur Björnsson (56:14). Stoðsending: Kári Arnarsson, Gunnlaugur Þorsteinsson.

Leiknum var streymt á YouTube-rás Íshokkísambandsins.