Fara í efni
Fréttir

Hvítt til fjalla og falleg veðurspá

Hlíðarfjall var hvítt og fjarskafallegt í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hvít jörð blasti við Akureyringum í morgun en það þunna lag á götum bæjarins var fljótlega bráðnað. Hins vegar var fallega hvítt til fjalla og er enn, fyrsta alvöru sýnishorn af vetri sem boðið er upp á að þessu sinni. Frekari úrkomu er ekki spáð næstu daga, hiti verður allt að níu stigum og eitthvert sólskin flesta daga vikunnar. Hörðustu gönguskíðakappar ku hafa laumast til að renna sér í einhverja stund en hætt er við að færið verði ekki upp á marga fiska lengi.