Fara í efni
Fréttir

Hvenær má skila vöru og fá endurgreidda?

Mynd: Halldór Baldursson

Þegar vörur eru keyptar á netinu er neytendaréttur að jafnaði nokkuð rýmri en þegar vara er keypt í verslun - sér í lagi réttur neytenda til að skila vöru. Það er því mikilvægt að bæði neytendur og seljendur þekki þær reglur sem gilda. Þetta segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Brynhildur vekur meðal annars athygli á því að líki fólki ekki vara sem keypt er á netinu má skila vörunni og fá hana endurgreidda. „Þetta gildir líka þótt varan sé á útsölu eða tilboði. Almennt er seljendum ekki skylt að taka við ógölluðum vörum og endurgreiða en við kaup á netinu er tekið tillit til þess að þú hefur ekki haft tækifæri til að skoða vöruna með eigin augum, prófa hana eða máta.“

Smellið hér til að lesa grein Brynhildar.