Hvað gerið þið prestar eiginlega á milli messa?
„Hvað er þessi Þjóðkirkja yfirhöfuð að gera? Nú þegar haustið stígur léttfætt og litskrúðugt inn í líf okkar þá vaknar safnaðarstarf kirkjunnar úr dvala. Ekki þar fyrir að kirkjan er á vaktinni og í þjónustu allan ársins hring.“
Þannig hefst umhugsunarverð prédikun sem séra Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, flutti við messu í kirkjunni í morgun. Hildur Eir segir að yfir sumartímann fari margir liðir safnaðarstarfsins í frí „enda er kirkjan með puttann á þjóðarpúlsinum og veit að Íslendingar þurfi að njóta útiveru þessa þrjá mánuði sem að grasið grær og blómin anga. Nú fer hins vegar allt á fullt í kirkjum landsins, til sveita, bæja og borga.“
Hildur Eir sagði maðal annars: „Það sem flestir vita er að í kirkjum landsins er messað á sunnudögum. Gárungarnir hafa meira að segja stundum sagt, hvað eru þið prestar eiginlega að gera þess á milli?“
Séra Hildur gaf Akureyri.net góðfúslegt leyti til að birta prédikunina í heild: Hvað er með þessa Þjóðkirkju?