Mannlíf
Hvað er svona merkilegt við gömul barrtré?
03.04.2024 kl. 09:10
„Hvað er svona merkilegt við það að til séu barrtré í Vaðlaskógi frá því rétt fyrir stríð?“ spyr Helgi Þórsson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar, og svarar að bragði:
„Jú það er nú saga að segja frá því. Það er nefnilega þannig að þó fyrstu alvöru gróðursetningar barrtrjáa á Íslandi séu frá árinu 1900, þá var skógrækt óttalegt strögl til að byrja með. Fyrstu áratugi aldarinnar voru margar úrtöluraddir og margir sögðu að það væri vonlaust mál að rækta útlend tré á Íslandi. Meira að segja skógræktarstjórinn A.F. Kofoed-Hansen hætti að mestu tilraunum með útlend tré á tímabili. Svo gerðist það árið 1935 að skógfræðingurinn Hákon Bjarnason kom til starfa og hann hafði fulla trú á erlendum barrtrjám á Íslandi.“
Að svo mæltu heldur Helgi með lesendum í Vaðlaheiðina þar sem lokið við girðingu árið 1937 og strax farið að gróðursetja.
Smellið hér til að sjá allan pistil Helga Þórssonar.