Fara í efni
Pistlar

Hvað er Alzheimer sjúkdómur?

Fræðsla til forvarna - II

Hvað er Alzheimer sjúkdómur?

Þetta er sjúkdómsástand vegna skemmda á heilafrumum. Truflun verður á starfssemi heilans, sérstaklega vitrænni starfssemi (Cognitive function) og eru þá minnistruflanir algengustu einkennin en einnig geta komið fram stjórntruflanir (heilinn er jú stjórnstöð) eins og t.d. taltruflanir eða breytingar á persónugerð (því sálin er flutt frá hjartanu og upp á efstu hæð, í heilabúið).

Sjúkdómurinn heitir eftir þýska lækninum og vísindamanninum Alois Alzheimer sem lýsti sjúkdómnum fyrstur manna árið 1906. Þetta er algengasta ástæða heilabilunar (Dementia), en næst algengast er Æðaheilabilun (Vascular dementia). Um er að ræða sjúklegt hrörnunarástand sem er alls ekki hluti af eðlilegri öldrun. Því miður eru orsakir enn ekki vel þekktar þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir um allan heim.

Alzheimer dagurinn er síðar í þessum mánuði og mun ég skrifa nokkra pistla af því tilefni.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Hið kvenlega og ljóðræna keisaratré

Sigurður Arnarson skrifar
27. nóvember 2024 | kl. 09:30

BRAVÓ BOLÉRO

Jón Hlöðver Áskelsson skrifar
26. nóvember 2024 | kl. 06:00

Tekið slátur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. nóvember 2024 | kl. 11:30

Hangið aftan í

Jóhann Árelíuz skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Lundargata 11

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 06:00

Get ég gert eitthvað fyrir þig?

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 12:00