Fara í efni
Fréttir

Hvað á að gera við flugeldarusl og jólatré?

Gámum fyrir flugeldarusl hefur verið komið fyrir við verslanir Bónuss í Naustahverfi og Langholti, sem og við grenndarstöðina norðan við Ráðhús Akureyrarbæjar. Um eða eftir helgina verður gámum fyrir jólatré komið fyrir á sömu stöðum.

Einnig er Björgunarsveitin Súlur með gám fyrir flugeldarusl við björgunarmiðstöð sína að Hjalteyrargötu 12.

Á vef Akureyrarbæjar eru íbúar hvattir til þess að nýta sér gámana og hjálpast að við að hreinsa til eftir hátíðarnar.

Einnig er tekið fram að flugeldarusl og jólatré verða ekki tekin við lóðamörk.